Sá guli fór í felur
Þorskurinn var eitthvað feiminn við að bíta á krókana hjá sjóaranum á Dímoni GK frá Sandgerði rétt á meðan ljósmyndari Víkurfrétta kíkti á veiðislóðina í Garðsjónum í síðustu viku. Sá guli lét ekki sjá sig í myndavél drónans. Mögulega ekki kunnað að meta suðið í honum.
Það var því ekki um neitt annað að ræða en að færa sig á aðrar slóðir. Dróninn fylgdi ekki þangað, enda myndatökumaðurinn eins og margir rafbílaeigendur með drægnikvíða og ekki viss um að rafhlaða drónans myndi endast í frekari ævintýri í Garðsjónum.