Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Fréttir

Samfélagmiðlum og streymisveitum gert að innheimta virðisaukaskatt
SÍF hefur nú þegar hafið aðgerðir með því að skora á félagsmenn sína og almenning allan að deila meðfylgandi mynd á alla samfélagsmiðla og mótmæla þannig frumvarpi ríkisstjórnarinnar.
Þriðjudagur 1. apríl 2025 kl. 06:15

Samfélagmiðlum og streymisveitum gert að innheimta virðisaukaskatt

Á fundi Ríkisstjórnar Íslands síðdegis í gær var samþykkt að leggja fram frumvarp síðar í vikunni þess efnis að lokað verði hér á landi fyrir aðgang almennings að mörgum af þekktustu samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instragram, X, Snapchat og TikTok, samþykki eigendur og forsvarsmenn þessara miðla ekki að innheimta og greiða til ríkissjóðs virðisaukaskatt af seldum auglýsingum. Um 24% virðisaukaskatt verður að ræða en það er sama skatthlutfall og íslenskum fjölmiðlum er gert að innheimta fyrir auglýsingasölu og greiða í Ríkissjóð.

Frumvarp um skattlagningu streymisveitna og samfélagsmiðla verður lagt fram í Samráðsgátt stjórnvalda síðar í vikunni.

Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra talar fyrir málinu. Hann sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að þessar aðgerðir væru m.a. liður í að bæta samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla sem sitja ekki við sama borð og erlendir samfélagsmiðlar og streymisveitur. Eignarhald þeirra væri auk þess svo amerískt að jafnvel einn af eigendum samfélagsmiðlanna væri helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta.

Nú þegar hefur þessum fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar verið harðlega mótmælt, enda talið að þetta hafi skaðandi áhrif á samskipti fólks og nútíma venjur. Meðal annars hafa Neytendasamtökin bent á að samfélagsmiðlar væru nauðsynlegir nú á tímum upplýsingaóreiðu íslenskra fjölmiðla sem væru jafnvel að deila falsfréttum. Þá hefur Samband íslenskra framhaldsskólanemenda (SÍF) mótmælt og óttast að erlendir samfélagsmiðlar muni neita að innheimta virðisaukaskatt og því verði síðunum einfaldlega lokað líkt og gert var þegar áströlsk stjórnvöld reyndu það sama.

SÍF hefur nú þegar hafið aðgerðir með því að skora á félagsmenn sína og almenning allan að deila meðfylgandi mynd á alla samfélagsmiðla og mótmæla þannig frumvarpi ríkisstjórnarinnar.

VF Krossmói
VF Krossmói

mm