Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Fréttir

Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð
Hér má sjá á korti frá Veðurstofunni hvar helstu skjálftarnir hafa orðið.
Þriðjudagur 1. apríl 2025 kl. 09:10

Samhæfingarstöð Almannavarna virkjuð

Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð á áttunda tímanum í morgun þegar ljóst var að kvikuhlaup var hafið á Reykjanesskaganum.  Á þessari stundu er ekki hafið eldgos en þyrla Landhelgisgæslunnar er tilbúin að fara í loftið.

Samkvæmt vef Veðurstofunnar hófst áköf jarðskjálftahrina hófst kl. 6.30 í morgun á Sundhnúksgígaröðinni. Skjálftahrinan er staðsett á milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells. Skjálftavirknin er á svipuðum slóðum og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni.

VF Krossmói
VF Krossmói

GPS mælingar og þrýstingsmælingar í borholum sýna einnig skýrar breytingar sem benda til þess að kvikuhlaup sé hafið.

Sjá fréttaþráð Veðurstofunnar:
https://www.vedur.is/um-vi/frettir/kvikuhlaup-hafid-a-sundhnuksgigarodinni