Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Skemmdarverk unnin á Reynisheimilinu í Sandgerði
Mánudagur 19. ágúst 2024 kl. 13:35

Skemmdarverk unnin á Reynisheimilinu í Sandgerði

Einhvern tíma eftir í hádegi í gær, sunnudag, varð sá leiði atburður að brotist var inn í áhaldageymslu við Reynisheimilið við Stafnesveg í Sandgerði. Unnin voru skemmdarverk á húsnæði og búnaði í geymslunni og eins á Reynisheimilinu sjálfu.

„Við Reynisfólk erum ákaflega sorgmædd yfir því að einhver skuli hafa í sér að fremja svona skemmdarverk og sjáum fram á nokkurn kostnað vegna þessa auk þeirra óþæginda sem svona verknaður veldur. Innbrotið var að sjálfsögðu tilkynnt til lögreglu,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, formaður Reynis, í færslu á samfélagsmiðlum.

Líklegast var/voru skemmdarvargurinn/skemmdarvargarnir á ferðinni einhvern tíma á milli kl. 14:00 og 17:00 á sunnudag. Ef einhver hefur upplýsingar sem gætu hjálpað við að upplýsa málið er viðkomandi beðin um að hafa beint samband við lögregluna eða þau hjá Knattspyrnufélaginu Reyni.