Skjálftavirknin við Hagafell
Óróinn á Sundhnúksgígaröðinni fer nú hratt vaxandi. Eldgos er ekki enn hafið en það getur hafist á hverri stundu.
Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir að ef rýnt er í skjálftavirknina sést að hún er þessa stundina að mestu leyti við Hagafell og suður við Grindavík.
Í Grindavík hafa aðilar á staðnum fundið vel fyrir jarðskjálftavirkninni og þeir sterkustu hafa verið að finnast í Reykjanesbæ. Skjálftarnir eru orðnir yfir 100 síðustu klukkustundina.