Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Sundhöllin í Keflavík er til sölu
Fimmtudagur 9. febrúar 2017 kl. 13:29

Sundhöllin í Keflavík er til sölu

Umfjöllun um sögu hússins í VF í dag - gæti hlotið þau örlög að vera jafnað við jörðu

Sundhöllin í Keflavík á sér langa og merka sögu. Hún var tekin í notkun sem útilaug árið 1939 og þótti þá mikil bylting fyrir kauptúnið Keflavík. Byggt var yfir laugina eftir teikningum frá húsameistaranum sjálfum, Guðjóni Samúelssyni árið 1950. Jafnan var sundhöllin nefnd óskabarn kauptúnsins. Þar lærðu þúsundir Suðurnesjamanna að synda á sínum tíma en allri starfsemi var hætt í sundlauginni árið 2006. Nú er húsnæðið til sölu og óvíst um afdrif þessa sögufræga húss. Á sett verð er 39,5 milljónir og er margir áhugasamir.

Það er ekki á hverjum degi sem sögufræg sundlaug rekur á fjörur fasteignasala. „Nei það er sjaldgæft. Landsbankinn eignaðist þetta hús fyrir einhverjum árum síðan en enginn hefur sýnt þessu áhuga fyrr en allt í einu núna,“ segir Guðlaugur H. Guðlaugsson fasteignasali. Hann telur Reykjanesbæjar sem eru þar með æfingaaðstöðu hafa viljað halda húsinu áfram. Eins hafa listamenn sýnt því áhuga að kaupa húsið og opna þar vinnustofu. Vel gæti farið svo að húsið yrði rifið en til stendur að byggja íbúðarhúsnæði á lóðinni þar sem gamli Jökull var á sínum tíma, við hlið sundhallarinnar. Guðlaugi þætti það synd að húsið myndi fá að fjúka. „Mér finnst þetta rosalega fallegt hús sem ætti að fá að standa.“ Hann er á því að bærinn ætti að kaupa húsið og koma því í upprunalegt form. „Af því að það er búið að klæða það og byggja við þessa heitu potta þá átta menn sig ekki á því hvað þetta er merkilegt hús. En um leið og kannski stendur til að rífa það þá heyrast raddir,“ segir Guðlaugur.

Nánar er fjallað um sögu hússins Víkurfréttum vikunnar og rætt við Keflvíkinga sem sóttu laugina eða störfuðu þar á sínum tíma.