Telja rétt að Grindavík fari úr samstarfinu um næstu áramót
Úrsögn Grindavíkurbæjar úr samningi um rekstur sameiginlegra þjónustuúrræða í þágu fatlaðs fólks á Suðurnesjum fór inn á borð bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga á dögunum. Þar var lögð fram til kynningar tilkynning um úrsögn Grindavíkurbæjar úr samstarfi um rekstur þjónustuúrræða í þágu fatlaðs fólks á Suðurnesjum og svar Reykjanesbæjar.
Bæjarráð Voga telur rétt í afgreiðslu sinni að uppsagnarfrestur samningsins miðist við 1. janúar sl. en að Grindavíkurbær fari út úr samstarfinu þann 1. janúar 2026.