Fréttir

Unnið af kappi við varnargarða austan byggðarinnar í Grindavík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 30. maí 2024 kl. 18:22

Unnið af kappi við varnargarða austan byggðarinnar í Grindavík

Vinna við varnar- og leiðigarða austan Grindavíkur stendur enn yfir. Garðarnir eru orðnir tvöfaldir að hluta, þ.e. gerður hefur verið innri varnargarður.

Ljósmyndari Víkurfrétta flaug dróna yfir svæðið í dag. Í safni ljósmynda hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá framkvæmdasvæðinu. Einngi má sjá hvar mikil gufa stígur til himins þar sem miklar sprengingar voru í gær þegar kvika kom upp í gegnum grunnvatn.



Sjá myndasafn hér að neðan:

Varnargarðar austan Grindavíkur 30. maí 2024