Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

  • Vindur snéri farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli
    Vélin snérist þó nokkuð í vindkviðunni. Nef vélarinnar á að snúa á móti skiltinu sem sést á myndinni. Mynd frá farþega um borð.
  • Vindur snéri farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli
Föstudagur 11. nóvember 2016 kl. 09:38

Vindur snéri farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli

Þota Icelandair á leið til Birmingham fauk til á stæði á Keflavíkurflugvelli í morgun. Einhverjar skemmdir urðu á vélinni og þurfti að flytja farþega yfir í aðra vél til að halda ferðalaginu áfram.

Farþegi um borð sendi Víkurfréttum meðfylgjandi mynd á níunda tímanum í morgun en þá biðu farþegarnir um borð eftir því að vera sóttir og ekið aftur til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar þar sem bíða átti eftir annarri vél.

Önnur þota var tiltæk á Keflavíkurflugvelli og var búist við að hún yrði klár til brottfarar á klukkustund. Þá barst farþegum tölvupóstur um að brottför yrði kl. 09:20.

Kl. 08 í morgun voru 16 m/s af suð-vestri og vindkviður voru að slá í 26 m/s.