Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp // Alli á Eyri
Þriðjudagur 12. mars 2024 kl. 16:33

Hlaðvarp // Alli á Eyri

„Ég er nýbúinn að skrifa bók sem ég nefni Grindavíkurblús,“ segir Aðalgeir Jóhannsson eða Alli á Eyri eins og hann er oft kallaður. Hann er hálfur Færeyingur, bjó ungur þar um tíma en hefur þar fyrir utan alltaf búið í Grindavík. Hugur hans til atvinnu snerist fljótt til netagerðar og eftir að hafa stofnað og rekið netagerðarfyrirtæki til langs tíma með Kristni bróður sínum, bættist við þann rekstur í húsnæðinu þar sem netagerðin var og til varð kaffihúsið Bryggjan. Hróður þess jókst hratt og áður en varði gerðu spænskir kvikmyndagerðarmenn heimildarmyndina Lobster soup og um svipað leyti sýndu viðskiptamenn staðnum áhuga og keyptu af bræðrunum. Alli er einkar listrænn, er mikill sögumaður, semur ljóð, spilar á gítar og síðast en ekki síst er hann meistarapenni og er að gefa út sína fyrstu bók. Sigurbjörn Daði, blaðamaður VF hitti Alla rétt áður en allt fór á hvolf eftir jarðskjálfta í Grindavík.