Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp // Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður og Guðjón Ingi með Lubba á milli sín á heimili þeirra í París.
Miðvikudagur 27. nóvember 2024 kl. 10:59

Hlaðvarp // Ragnheiður Elín Árnadóttir

Keflvíkingurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir kann því ekki illa að geta gengið tvær mínútur frá heimili sínu í París á matarmarkaðinn þar sem hún kaupir sér girnilegar nautasteikur, ferskan fisk, grænmeti, osta og fleira beint frá býli, og endar innkaupaferðina oft á því að bæta við blómvendi til að hafa í stofunni. Ragnheiður, Guðjón Ingi Guðjónsson, maður hennar og synirnir Helgi Matthías og Árni Þór að ógleymdum hundinum Lubba, fluttu til Parísar fyrir þremur árum þegar fyrrum ráðherrann og pólitíkus til tuttugu ára fékk starf hjá hinni merku stofnun, OECD, Efnahags- og framfarastofnuninni, þar sem hún stýrir einni af hennar undirstofnunum sem heitir OECD Development Centre. Ritstjóri Víkurfrétta heimsótti þau hjón til Parísar í vor og forvitnaðist um líf og fjör og nýtt starf Röggu í borginni frægu.