Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp // Halla og Hrannar í Kaupmannahöfn
Þriðjudagur 11. október 2022 kl. 16:33

Hlaðvarp // Halla og Hrannar í Kaupmannahöfn

Í þáttaröðinni Suður með sjó heimsækjum við keflvísku hjónin Höllu Benediktsdóttur og Hrannar Hólm en þau hafa búið í Kaupmannahöfn síðasta áratuginn. Halla er umsjónarmaður Jónshúss sem er nokkurs konar félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn og Hrannar hefur verið leiðsögumaður í borginni og farið margar ferðir með Íslendinga um hana.

Jónshús í Kaupmannahöfn er nokkurs konar félagsheimili Íslendinga og þar hefur undanfarin ár Halla Benediktsdóttir ráðið ríkjum og svo úrræðagóð hefur hún þótt vera að hún hefur verið kölluð Móðir Íslands í Kaupmannahöfn. Maður hennar er Hrannar Hólm sem hefur kafað ofan í sögu Jóns Sigurðssonar og fleiri Íslendinga þar ytra og býður nú upp á leiðsögn um Kaupmannahöfn þar sem hann segir frá sögu hans og auðvitað borgarinnar líka. Þau eru bæði Keflvíkingar og voru þar þangað til þau fóru á vit ævintýra í útlöndum, ungt par, fyrir um þrjátíu árum síðan. Sjónvarp Víkurfrétta hitt þau hjón í Köben.