Arnar Freyr leggur skóna á hilluna
Farsæll ferill í baksýnisspeglinum
Arnar Freyr Jónsson, leikmaður Keflavíkur í körfubolta, hefur ákveðið að leggja körfuboltaskónum á hilluna. Þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við karfan.is eftir oddaleik Keflavíkur og Hauka á Skírdag þar sem hann birti opið bréf til aðstandenda körfuboltans í Keflavík.
Arnar Freyr hefur átt farsælan feril með Keflvíkingum og unnið 4 Íslandsmeistaratitla og 3 bikarmeistaratitla með félaginu. Arnar spilaði einnig með Grindvíkingum um tíð og komst í lokaúrslit Íslandsmótsins með þeim leiktímabilið 2008-2009 þar sem að liðið beið lægri hlut gegn fyrnasterku liði KR í frægum oddaleik í DHL höllinni. Þá spilaði Arnar í dönsku úrvalsdeildinni eitt tímabil fyrir lið Aabyhoj.
Arnar spilaði fyrir öll yngri landslið Íslands og á að baki 26 A-landsliðs leiki.
Arnar er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og verður mikill missir fyrir liðið að sjá á eftir honum en erfið og ítrekuð meiðsli settu sitt strik í reikninginn á seinni hluta ferilsins.