Einar staldraði ekki lengi við
Einari Skaftasyni tókst ekki að standa við stóru orðin og hefur lokið leik í tippleik Víkurfrétta. Hann mætti ofjarli sínum, Jóni Ragnari Magnússyni, og lýkur leik á 17 réttum eins og fjölmargir aðrir tipparar en leikur helgarinnar fór 9-8 fyrir Jón Rúnar.
Jón Ragnar mætti með munninn fyrir neðan nefið, var með yfirlýsingar og stóð við stóru orðin. Það kemur í ljós í dag hverjum hann mætir.