Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Elsa og Hörður heimsmeistarar í kraftlyftingum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 9. október 2023 kl. 09:33

Elsa og Hörður heimsmeistarar í kraftlyftingum

Elsa Pálsdóttir og Hörður Birkisson frá Massa kepptu á heimsmeistaramóti í klassískum kraftlyftingum í Masters-flokki í gær en mótið fór fram í Ulaanbaatar í Mongólíu.

Það var hart barist í -74 kg flokki karla 60–69 ára og til að byrja með var keppnin um heimsmeistaratitilinn hnífjöfn milli Harðar og Bat-Erdene Shagdarsuren frá Mongólíu. Hörður leiddi keppnina eftir hnébeygjuna þar sem hann vann til gullverðlauna þegar hann lyfti 175 kg og bætti þar eigið Íslandsmet um 5 kg. Í bekkpressu lyfti hann 97.5 kg en þá tók keppinautur hans Bat-Erdene forystuna en var þó einungis með 2.5 kg forskot á Hörð. Úrslitin réðust svo endanlega í réttstöðunni þar sem Hörður hlaut gullverðlaun fyrir 195 kg lyftu sem einnig var nýtt Íslandsmet og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn í flokknum. Samanlagður árangur Harðar endaði í 467.5 kg sem er bæting á Íslandsmetinu hans um heil 12.5 kg. Til hamingju Hörður með glæsilegan árangur!

SSS
SSS

Elsa Pálsdóttir varð heimsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Elsa sigraði með miklum yfirburðum í -76 kg flokki og setti um leið tvö heimsmet á mótinu. Í hnébeygju vann hún til gullverðlauna með 140 kg lyftu sem var 2 kg bæting á hennar eigin heimsmeti í aldursflokknum 60-69 ára. Í bekkpressu vann Elsa til silfurverðlauna með lyftu upp á 62.5 kg en setti svo heimsmet í réttstöðulyftu þegar hún fór upp með 170.5 kg sem gaf henni gullið í þeirri grein. Samanlagður árangur hennar var 373.0 kg sem gera 74.03 IPF stig og var hún þar með önnur stigahæst kvenna yfir alla þyngdarflokka í sínum aldursflokki. Til hamingju Elsa með glæsilegan árangur!

Hér má sjá mynd af íslenska hópnum en þau lögðu á sig mikið ferðalag sem var svo sannarlega þess virði, hvorki minna en tveir heimsmestarar og tvö ný heimsmet.

Myndir og frétt af umfn.is