Samkaup
Samkaup

Íþróttir

Fjórar keflvískar og ein grindvísk í A-landsliðshópi kvenna í körfuknattleik
Anna Lára Vignisdóttir er nýliði í A-landsliðinu.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 31. október 2024 kl. 12:00

Fjórar keflvískar og ein grindvísk í A-landsliðshópi kvenna í körfuknattleik

Í dag var tilkynnt um A-landslishóp kvenna en liðið leikur tvo leiki í undankeppni Eurobasket Women 2025. Fjórir leikmenn frá Keflavík og einn frá Grindavík, enginn frá Njarðvík. Þær keflvísku eru systurnar Agnes María og Anna Ingunn Svansdætur, nýliðinn Anna Lára Vignisdóttir, og Thelma Dís Ágústsdóttir. Fulltrúi Grindvíkinga er Ísabella Ósk Sigurðardóttir. Liðið leikur tvo heimaleiki, 7. nóvember á móti Slóvakíu og 10. nóvember á móti Rúmeníu og fara báðir leikirnir fram í Ólafssal í Hafnarfirði.

Svona er fimmtán manna hópur Íslands:

Agnes María Svansdóttir - Keflavík 2 leikir

Anna Ingunn Svansdóttir - Keflavík 10 leikir

Anna Lára Vignisdóttir - Keflavík nýliði

Ásta Júlía Grímsdóttir - Valur 14 leikir

Dagbjört Dögg Karlsdóttir - Valur 20 leikir

Danielle Rodriquez - Fribourg nýliði

Diljá Ögn Lárusdóttir - Stjarnan 6 leikir

Eva Margrét Kristjánsdóttir - Haukar 6 leikir

Eva Wium Elíasdóttir - Þór Akureyri  2 leikir

Isabella Ósk Sigurðardóttr - Grindavík 14 leikir

Kolbrún María Ármannsdóttir - Stjarnan nýliði

Sara Líf Boama - Valur 3 leikir

Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík 20 leikir

Þóra Kristín Jónsdóttir - Haukar 33 leikir

Tinna Guðrún Alexandersdóttir - Haukar 6 leiki

 

Þjálfari: Benedikt Rúnar Guðmundsson

Aðstoðaþjálfarar: Halldór Karl Þórsson & Ólafur Jónas Sigurðsson