Íþróttir

Góð uppskera hjá Reyni
Reynismenn héldu lokahófið sitt á laugardagskvöld og skemmtu sér vel. Myndir/Facebook-síða Reynis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 20. september 2023 kl. 10:28

Góð uppskera hjá Reyni

Reynismenn héldu lokahóf sitt um helgina og fögnuðu ríkulegri uppskeru eftir tímabilið í 3. deild karla í knattspyrnu en Reynir varð deildarmeistari og leikur því í annarri deild á næsta ári.

Kristófer Páll Viðarsson var markahæsti leikmaður liðsins en hann varð næstmarkahæstur í 3. deildinni í ár með sautján mörk skoruð. Kristófer var einnig valinn leikmaður ársins og leikmaður ársins að mati stuðningsmanna Reynis.

Jökull Máni Jakobsson var valinn sá efnilegasti en hann var 21 sinni í byrjunarliði í deildinni og skoraði eitt mark.

Leikmaður ársins, leikmaður ársins að mati stuðningsmanna og sá markahæsti: Kristófer Páll Viðarsson.
Efnilegastur hjá Reyni: Jökull Máni Jakobsson.
Þjálfurunum voru færðar þakkir fyrir gott tímabil. Ray Anthony Jónsson, aðalþjálfari, og Alexander Magnússon, aðstoðarþjálfari.

Jón Jónsson hélt uppi stuðinu í hófinu.