Íþróttir

Trommuslætti lokið í bili, Einar Skafta nýr á tippstallinum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 13. janúar 2025 kl. 10:34

Trommuslætti lokið í bili, Einar Skafta nýr á tippstallinum

Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Einar Skaftason vann Joey Drummer 9-8 í tippleik Víkurfrétta og trommuleikarinn hefur því lokið leik í bili en piltur getur vel við unað, hann var alls fimm sinnum á stalli sem skilaði honum 42 réttum og hefur því tekið örugga forystu í heildarleiknum. Til upprifjunar munu fjórir efstu í vor, keppa í síðustu fjórum umferðunum í enska boltanum og sigurvegarinn mun hljóta ferð á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

Nú þegar hafa nokkrir sótt um þátttöku og verður fróðlegt að sjá hver mætir næstur á vettvang.