Íþróttir

Grindavík semur við tíu leikmenn
Miðvikudagur 24. júní 2020 kl. 10:17

Grindavík semur við tíu leikmenn

Körfuknattleikdeild Grindavíkur hefur gert leikmannasamning við tíu leikmenn sem allir eru uppaldir hjá félaginu, fyrir komandi tímabil hjá meistaraflokki kvenna. Grindavík mun leika í 1.deildinni á næstu leiktíð undir stjórn Ólafar Helgu Pálsdóttur.

Stór hluti þeirra leikmanna sem samið er við er að gera sinn fyrsta samning við félagið og kemur úr yngri flokka starfi félagsins. Um er að ræða mjög efnilega leikmenn og varð hluti þeirra Íslandsmeistari í stúlknaflokki á síðustu leiktíð.

Leikmennirnir sem hafa skrifað undir samning við Grindavík eru eftifarandi:
Edda Geirdal Kjartansdóttir
Jenný Geirdal Kjartansdóttir
Emma Liv Þórisdóttir
Æsa María Steingrímsdóttir
Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir
Sædís Gunnarsdóttir
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir
Viktoría Rós Horne
Hulda Björk Ólafsdóttir

Einnig hafa þær Arna Sif Eliasdóttir og Anna Margrét Lucic Jónsdóttir skrifað undir samning en þær komust ekki í myndatökuna.