Grindvíkingar úr leik í VÍS-bikar karla eftir tap gegn Val
Vonbrigði Grindvíkinga héldu áfram í gærkvöldi þegar liðið tapaði í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla fyrir Val, 87-77.
Deandre Kane og Devon Thomas voru atkvæðamestir gulra, Kane með 25 og 12 fráköst, Thomas með 21 stig og 8 stoðsendingar.
Grindavíkurliðið var einum leik frá sjálfum Íslandsmeistaratitlinum í vor og ætlar sér stóra hluti á þessu tímabili og myndi ekki koma á óvart ef breytingar verða gerðar á leikmannahópnum.