Langbest - velkomin
Langbest - velkomin

Íþróttir

Gullaldarknattspyrnumenn Keflavíkur
Hér má sjá nokkra liðsmenn úr hópnum en þeir hittust í erfidrykkju eftir jarðarför eins félaga þeirra, Sigurðar Albertssonar en útför hans var í Keflavíkurkirkju í byrjun mánaðarins. Á myndinni eru í aftari röð f.v.: Einar Magnússon, Ástráður Gunnarsson, Högni Gunnlaugsson, Grétar Magnússon, Magnús Torfason, Karl Hermansson, Jón Jóhannsson, Jón Ólafur Jónsson og Guðni Kjartansson. Í fremri röð f.v.: Hjörtur Zakaríasson, Steinar Jóhansson og Lúðvík Gunnarsson. VF/pket.
Föstudagur 24. janúar 2025 kl. 06:51

Gullaldarknattspyrnumenn Keflavíkur

Sigursælir knattspyrnumenn Keflavíkur fengu fyrir rúmlega hálfri öld viðurnefnið Gullaldardrengir eða gullaldarlið en Íþróttabandalag Keflavíkur, ÍBK, varð Íslandsmeistari í knattspyrnu fjórum sinnum á tíu árum, 1964, 1969, 1971 og 1973. Þá urðu þeir bikarmeistarar 1975 í fyrsta skipti í sögunni.