Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Helgi Jónas glímir við hjartsláttartruflanir
Mánudagur 17. nóvember 2014 kl. 16:40

Helgi Jónas glímir við hjartsláttartruflanir

Gæti þurft að hætta þjálfun

Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Keflvíkinga í Domino's deild karla í körfubolta, glímir við hjartsláttartruflanir og þarf sökum þess jafnvel að hætta þjálfun. Helgi fann fyrir hjartsláttartruflunum í leik liðsins gegn ÍR á fimmtudag. Vísir greinir frá málinu í dag.

Helgi fann fyrir hjartsláttartruflunum í hálfleik og taldi réttast að fara strax upp á spítala. Hann hefur glímt við hjartsláttartruflanir síðan hann var unglingur en aldrei lent í neinu alvarlegu. „Aftur á móti er ég gekk út eftir hálfleikinn í leiknum við ÍR þá finn ég að hjartað byrjar að sleppa úr slagi. Það hélt svo áfram í um 20 mínútur sem er óvanalegt. Því leist mér ekkert á blikuna.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helgi þekkir ágætlega til slíkra veikinda en faðir hans hefur einnig glímt við þennan kvilla „Þegar hann var á svipuðum aldri og ég þá fékk hann líklega hjartaáfall og endaði inn á spítala. Þetta hefur haft talsverð áhrif á mig og ég hef eiginlega verið hálfur maður síðan á fimmtudag,“

„Það var búið að vera mikið að gera hjá mér áður en ég veiktist. Ég var búinn að vinna út í eitt og þetta var uppsafnað álag. Ég mun taka ákvörðun um framhaldið hjá mér eftir að hafa talað við lækninn. Ég tek engar áhættur á meðan. Ef það kemur mikið neikvætt úr þessu er það alveg möguleiki að ég verði að hætta að þjálfa,“ sagði Helgi en nánar má lesa um málið hér.