Íþróttir

Keflavík í neðsta sæti þegar úrslitakeppnin hefst
Marín Rún Guðmundsdóttir í leik gegn Víkingi fyrr í sumar. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 26. ágúst 2024 kl. 15:12

Keflavík í neðsta sæti þegar úrslitakeppnin hefst

Keflvíkingar léku gegn Tindastóli í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Sauðárkróki í gær. Eftir að hafa náð forystu snemma í fyrri hálfleik með marki Marínar Rúnar Guðmundsdóttur (9’) jöfnuðu Stólarnir í upphafi þess seinni (48’) og því enduðu leikar með 1:1 jafntefli.

Framundan er úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildarinnar og þar mætast Keflavík og Tindastóll á nýjan leik næstkomandi sunnudag í fyrstu umferð en leiknar eru þrjár umferðir. Leikurinn fer fram á Sauðárkróki en staða liðanna sem mætast í úrslitakeppninni er eftirfarandi: Stjarnan (21 stig), Tindastóll (13 stig), Fylkir (10 stig) og Keflavík (10 stig).

Varnarmaðurinn öflugi, Caroline McCue Von Slambrock, verður þjálfaranum Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur til aðstoðar út tímabilið eftir að Jonathan Glenn var látinn fara og Guðrún Jóna tók við Keflvíkingum.