Íþróttir

Keflavík með sigur, Njarðvík og Grindavík með jafnteflisleiki
Kári Sigfússon skoraði þriðja mark Keflavíkur. Hann var nýkominn inn á og markið ein af hans fyrstu snertingum í leiknum. VF/Hilmar Bragi
Sunnudagur 18. ágúst 2024 kl. 17:16

Keflavík með sigur, Njarðvík og Grindavík með jafnteflisleiki

Keflavík fór með sigur af Dalvík/Reyni í Lengudeild karla í dag. Úrslitin voru 3:1 sigur Keflavíkur en leikurinn fór fram á HS orku-vellinum í Keflavík.

Á sama tíma fór fram leikur Grindavíkur og Leiknis R. Þar varð jafntefli, 3:3. Njarðvíkingar voru gestir ÍR í dag og þar varð einnig jafntefli, 1:1.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Mihael Mladen skoraði tvö marka Keflavíkur í dag, á 33. mínútu og þeirri 61. Staðan í hálfleim var 1:0 fyrir Keflavík en síðari hálfleikur hafði aðeins staðið í þrjár mínútur þegar norðanmenn höfðu jafnað leikinn með marki Amin Guerrero Touiki á 48. mínútu.

Eins og fyrr segir var Mihael Mladen á markaskónum í dag og hann kom Keflavík yfir á 61. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Kári Sigfússon svo þriðja mark Keflavíkur. Hann var nýkominn inn á og markið ein af hans fyrstu snertingum í leiknum.

Með sigri sínum í dag er Keflavík komið með 31 stig og aðeins tveimur stigum frá toppsætinu.

(Myndir úr leiknum í myndasafni neðar á síðunnu.)


Grindavík krækti í jafntefli í uppbótartíma

Það er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi átt góða endurkomu í leik dagsins við Leikni R. Gestirnir komust 0:2 yfir með mörkum Róberts Haukssonar á 36. mínútu og Sindra Björnssonar á 50. mínútu.

Ion Perelló minnkaði muninn fyrir Grindavík á 60. mínútu. Gestirnir voru fljótir að refsa og komust í 1:3 forystu á 62. mínútu með marki Omar Sowe.

Það voru svo þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson og Daniel Arnaud Ndi sem skoruðu tvö síðustu mörk Grindavíkur. Dagur Ingi á 89. mínútu og Daníel á þriðju mínútu uppbótartíma. Jafntefli, 3:3, var niðurstaðan.

Grindavík er í 28. sæti með 21 stig.


Fyrrum Njarðvíkingur hafði sigurinn af grænum

Það var markalaus fyrri hálfleikur hjá ÍR og Njarðvík á ÍR-vellinum í dag. Oumar Diouck kom Njarðvíkingum svo yfir á 59. mínútu eftir stoðsendingu frá Kenneth Hogg.

Það var hins vegar gamli Njarðvíkingurinn Marc Mcausland sem hafði sigurinn af þeim grænu með marki á 80. mínútu þegar hann potaði boltanum yfir marklínu Njarðvíkinga.

Njarðvík er í 4. sæti deildarinnar með 28 stig.

(Byggt á leiklýsingu fotbolti.net)

Keflavík - Dalvík/Reynir (3:1) | Lengjudeild karla 18. ágúst 2024