Íþróttir

Keflavík spáð sigri í Subway-deild kvenna
Úr leik Keflavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar kvenna á síðasta ári. Mynd úr safni VF/JPK
Fimmtudagur 21. september 2023 kl. 12:35

Keflavík spáð sigri í Subway-deild kvenna

Keflvíkingum er spáð sigri í Subway-deild kvenna á komandi tímabili en spáin var gerð opinber á kynningarfundi Körfuknattleikssambands Íslands sem var haldinn á Grand Hótel í hádeginu.

Annars vegar er spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Subway-deild og 1. deild kvenna og hins vegar spá fjölmiðla fyrir Subway-deild kvenna.

Formenn, þjálfarar og fyrirliðar spá Njarðvíkingum öðru sæti og Grindavík því fimmta. Fjölmiðlar spá einnig Keflavík efsta sætinu og Grindavík því fimmta en setja Njarðvík í fjórða sæti. Keflavík teflir fram yngra liði í 1. deild kvenna og er því spá neðsta sætinu.