Langbest - velkomin
Langbest - velkomin

Íþróttir

Keflavík tapaði á heimavelli fyrir Val
Ty-Shon Alexander skoraði 16 stig.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 24. janúar 2025 kl. 21:08

Keflavík tapaði á heimavelli fyrir Val

Keflavík mætti Valsmönnum í lokaleik 15. umferðar Bónusdeildar karla á heimavelli sínum og mátti sætta sig við tap, 70-81, eftir að hafa leitt í hálfleik, 44-37. Keflvíkingar voru arfa slakir í seinni hálfleik og skoruðu ekki stig síðustu fjórar mínúturnar. 

Heimamenn leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhluta og leiddu með sjö stigum í hálfleik. Leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik og þeir skoruðu aðeins 9 stig í þriðja leikhluta gegn 19 stigum Vals og töpuðu svo fjórða leikhlutanum með 8 stigum og Íslandsmeistarar Vals fóru með ellefu stiga sigur til Reykjavíkur.

Keflavík skoraði aðeins 26 stig í seinni hálfleik. Þegar tæpar fjórar mínútur vour eftir var staðan 70-73. Heimamenn skoruðu hins vegar ekki stig það sem eftir var og því fór sem fór.

Arfa slakur seinni hálfleikur hjá heimamönnum sem hafa ekki verið upp á sitt besta að undanförnu.

Ty-Shon Alexander og Hilmar Pétursson skoraðu mest og voru báðir með 16 stig hjá Keflavík. Igor Maric var með 14 stig. Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson skoraði mest hjá Val og var með 20 stig.

Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti með sjö sigra og átta töp.