Íþróttir

Keflvíkingar unnu til sex verðlauna á Norðurlandamótinu
Verðlaunahafa Keflavíkur á Norðurlandamótinu í taekwondo.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 31. janúar 2024 kl. 14:29

Keflvíkingar unnu til sex verðlauna á Norðurlandamótinu

Norðurlandamótið í taekwondo var haldið í Laugardalshöll um helgina samhliða Reykjavíkurleikunum. Sex Keflvíkingar unnu til verðlauna í bardaga á mótinu sem var gríðarsterkt.

Andri Sævar Arnarsson vann -80 kg flokki karla 
Ylfa Vár Jóhannsdóttir vann -68 kg flokk unglingskvenna
Amir Maron Ninir vann -73 kg flokk unglingskarla
Jón Ágúst Jónsson var í 2. sæti í -63 kg flokki unglingskarla
Anton Vyplel var í öðru sæti -53 kg flokki ungmenna
Julia Marta Bator var í öðru sæti -51 kg flokki ungmenna.

Ísland vann svo liðakeppnina á mótinu með flest stig allra landa sem kepptu á mótinu en öll Norðurlöndin kepptu á mótinu.