SSS
SSS

Íþróttir

Kian Williams genginn til liðs við kanadískt úrvalsdeildarlið
Kian Williams hefur leikið sinn síðasta leik með Keflavík. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 9. desember 2022 kl. 15:15

Kian Williams genginn til liðs við kanadískt úrvalsdeildarlið

Kian Williams, sem hefur leikið með Keflvíkingum undanfarin þrjú tímabil, hefur ákveðið að yfirgefa Keflavík og er búinn að semja við kanadískt úrvalsdeildarfélag, Valour FC.

Kian er uppalinn hjá Leicester á Englandi. Í 64 leikjum í deild og bikar skoraði hann fjórtán mörk á Íslandi, þar af fimm mörk í 22 leikjum með Keflavík á liðnu tímabili.

Williams bætist þá í ört stækkandi hóp leikmanna sem Keflavík hefur misst frá því í sumar; Patrik Johannesen er genginn til liðs í Breiðablik, Sindri Kristinn Ólafsson farinn til FH, Adam Árni Róbertsson í Þrótt Vogum og Rúnar Þór Sigurgeirsson til Öster í Svíþjóð. Þá var Adam Ægir Pálsson á lánssamningi frá Víkingi og þrír leikmenn eru án samnings, þeir Ingimundur Guðnason, Joey Gibbs og Dani Hatakka.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Þetta kom fram á Fotbolti.net