Íþróttir

Markasúpa í Garðinum
Markús Máni Jónsson kom Víðismönnum yfir strax á sjöundu mínútu. VF/Hilmar Bragi
Mánudagur 26. ágúst 2024 kl. 14:05

Markasúpa í Garðinum

Það var heldur betur markasúpa í Garðinum þegar Víðismenn tóku á móti ÍH í 3. deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Leikurinn fór fram á Nesfiskvellinum að viðstöddum 62 áhorfendum.

Markús Máni Jónsson kom Víðismönnum yfir strax á sjöundu mínútu. Þannig stóðu leikar allt fram á 38. mínútu þegar Gísli Þröstur Kristjánsson jafnaði fyrir gestina. Jafnt var því í hálfleik.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

David Toro Jimenez skoraði annað mark Víðismanna strax á fyrstu mínútu síðari hálfsleiks. Brynjar Jónsson jafnaði fyrir gestina á 64. mínútu.

Þá var komið að þeim Haraldi Smára Ingasyni (74. mínúta) og Aroni Frey Róbertssyni (85. mínúta að bæta við tveimur mörkum fyrir Víðismenn. Það var svo Brynjar Jónsson sem var aftur á ferðinni fyrir ÍH í uppbótartíma og minnkaði muninn. Lokatölur, 4:3 fyrir Víði.

Víðismenn eru í 2. sæti þriðju deildar með 38 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Kári er á toppnum með 43 stig. Árbær er með 38 stig eins og Víðir. Þá er Augnablik með 37 stig.

Víðir - ÍH (4:3) // 3. deild karla 25. ágúst 2024