Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Mögnuð Dinkins með 48 stig í gær
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 23. janúar 2025 kl. 09:36

Mögnuð Dinkins með 48 stig í gær

Njarðvík vann sigur á Stjörnunni eftir framlengdan leik í Bónusdeild kvenna í körfuknattleik þegar liðin áttust við í IceMar-höllinni í gær. Leikurinn var jafn og spennandi og eftir fjóra leikhluta var allt jafnt (84:84). Njarðvíkingar reyndust sterkari í framlengingu og unnu hana 17:9.

Brittany Dinkins sýndi algjöra yfirburði á gólfinu þar sem hún skoraði 48 stig en næst henni kom Stjörnukonan Katarzyna Anna Trzeciak með 23 stig.

Með sigrinum fór Njarðvík upp að hlið Keflavíkur en bæði lið hafa unnið tíu leiki af fimmtán og sitja í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Grindavík er í neðsta sæti með þrjá sigra eins og Aþena en bæði lið Grindavíkur spila í dag gegn Tindastóli á Sauðárkróki í Bónusdeildum karla og kvenna.

Njarðvík - Stjarnan 101:93

(24:23, 23:16, 22:26, 15:19, 17:9)

Njarðvík: Brittany Dinkins 48/11 fráköst/11 stoðsendingar, Ena Viso 14/6 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 12, Emilie Sofie Hesseldal 12/15 fráköst/7 stoðsendingar, Eygló Kristín Óskarsdóttir 5, Krista Gló Magnúsdóttir 5, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Sara Björk Logadóttir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Ásta María Arnardóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0.