Íþróttir

Naumt tap á Sauðárkróki setur Keflavík í mjög erfiða stöðu
Melanie Claire Rendeiro skoraði eina mark Keflavíkur þegar hún jafnaði metin í fyrri hálfleik. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 1. september 2024 kl. 20:51

Naumt tap á Sauðárkróki setur Keflavík í mjög erfiða stöðu

Keflavík tapaði fyrir Tindastóli í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar kvenna í knattspyrnu þegar liðin mættust á Sauðárkróki í dag.

Úrslitin setja Keflavík í þá stöðu að þær þurfa að vinna báða sína leiki sem eftir eru (gegn Stjörnunni og Fylki) og treysta á að önnur úrslit falli Keflavík í hag.

Tindastóll - Keflavík 2:1

Tindastóll náði forystu á 27. mínútu með marki Jordyn Rhodes en Melanie Claire Rendeiro jafnaði leikinn skömmu fyrir hálfleik (39').

Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik en þá var Rhodes komin ein á móti Veru Varis sem varði vel. Boltinn hrökk hins vegar fyrir fætur Aldísar Maríu Jóhannsdóttur sem tryggði heimakonum sigur (77').