Njarðvík tapði og taphrina Grindavíkur heldur áfram í Bónusdeild kvenna
Tvö Suðurnesjalið voru í eldlínunni í Bónusdeild kvenna í gærkvöldi og þurftu bæði að lúta í gras. Njarðvík tapaði gegn toppliði Hauka, 75-82 og taphrina Grindavíkurstúlkna hélt áfram, þær lágu á heimavelli sínum í Smáranum gegn sameinuðu liði Hamars og Þórs Þorlákshöfn, 76-80.
Svona leit tölfræði leikmanna Suðurnesjaliðanna út í gær:
Njarðvík: Ena Viso 22/7 fráköst, Brittany Dinkins 19/6 fráköst/11 stoðsendingar, Hulda María Agnarsdóttir 11/5 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 8/20 fráköst/6 stolnir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 6, Eygló Kristín Óskarsdóttir 4, Krista Gló Magnúsdóttir 3, Sara Björk Logadóttir 2, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Ásta María Arnardóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0.
Grindavík: Sofie Tryggedsson Preetzmann 18/4 fráköst/10 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 17, Isabella Ósk Sigurðardóttir 15/12 fráköst/6 stoðsendingar, Þórey Tea Þorleifsdóttir 9, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 8/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 5, Sóllilja Bjarnadóttir 4/5 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0.
Grindavíkurliðið hefur verið í frjálsu falli undanfarnar vikur en þess ber að geta að mikil meiðsl hafa hrjáð liðið. Kaninn Alex Morris var mikið frá og var á endanum sagt upp störfum og er von á nýjum bandarískum leikmanni og nýjum Evrópuleikmanni en hinni pólsku Katarzyna Anna Trezciak var líka sagt upp störfum og gekk hún til liðs við sitt gamla félag, Stjörnuna.