Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Íþróttir

Njarðvík vann og Grindavík bæði tapaði og vann
Khalil Shabazz var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 23. janúar 2025 kl. 21:06

Njarðvík vann og Grindavík bæði tapaði og vann

Tvö Suðurnesjalið voru í eldlínunni í Bónusdeild karla í körfuknattleik í kvöld og eitt lið í Bónusdeild kvenna. Njarðvík vann öruggan sigur á Hetti frá Egilsstöðum á heimavelli sínum og urðu lokatölur 110-101. Grindavík fór norður á Sauðárkrók með bæði lið sín sem mættu Tindastóli. Kvennaliðið byrjaði og hafði sigur, 72-80 en karlaliðinu gekk ekki eins vel og tapaði XXXX

Khalil Shabazz var stigahæstur Njarðvíkinga með 31, tók 5 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Veigar Páll Alexandersson og Evans Raven Ganapamo voru líka flottir, Veigar með 25 stig og Evans með 24.

Hjá kvennaliði Grinavíkur var Daisha Bradford frábær, endaði með 27 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Ísabella Ósk Sigurðardóttir var með sannkallaða tröllatvennu, skoraði 14 stig og tók heil 18 fráköst, þetta skilaði henni hæstu framlagi allra, 33 á móti 30 framlagspunktum Daishu.

Karlalið Grindvíkinga náði ekki að fylgja góðum sigri kvennaliðsins eftir og tapaði 97-79. Deandre Kane var langbesti leikmaður Grindavíkur, endaði með 23 stig og gaf 11 fráköst. Kristófer Breki Gylfason kom næstur með 14 stig og Daniel Mortensen með 12 stig.

Eftir leiki kvöldsins er Njarðvík í 3. sæti með 10 sigra og 5 töp en Grindavík í því fjórða með 8 sigra og 7 töp. Keflavík mætir Valsmönnum annað kvöld og getur með sigri komið sér að hlið Grindavíkur.

Í Bónusdeild kvenna er Grindavík dæmt í neðri hlutann þegar deildarkeppninni lýkur en ef liðið heldur svona áfram á það góða möguleika á að lenda í einum af þremur efstu sætunum, sem gefur sæti í úrslitakeppninni í vor.