Samstarfssamningur milli Keflavíkur og Hafna
Knattspyrnudeild Keflavíkur og knattspyrnufélagið Hafnir hafa gert mér sér samstarfssamning um að ungir leikmenn Keflavíkur, sem leika með öðrum flokki félagsins, geta öðlast leikreynslu með því að leika með liði Hafna.
„Við hjá Höfnum erum spenntir fyrir þessu samstarfi við Keflavík og hlökkum til að fá til liðs við okkur unga og efnilega leikmenn. Markmið okkar er að skapa umhverfi fyrir unga knattspyrnumenn í bæjarfélaginu þar sem þeir taka sín fyrstu skref í meistaraflokksbolta og koma til með að styrkja liðið. Við hjá Höfnum viljum styrkja fótboltamenninguna í Reykjanesbæ og teljum við að þetta samstarf sé rétt skref í þá átt,“ segir Bergsveinn Andri Halldórsson, formaður Hafna.
Ragnar Aron Ragnarsson, framkvæmdastjóri knattspurnudeildar Keflavíkur, tekur í sama streng og segist vongóður um að samstarfið verið farsælt. „Við vonumst eftir að geta eflt frekar knattspyrnuna í Reykjanesbæ með þessu samstarfi og að okkar efnilegu leikmenn öðlist góða reynslu í metnaðarfullu og skemmtilegu umhverfi.“
Hafnir leika í fjórðu deild en félagið hefur verið starfandi í núverandi mynd í fjögur ár með góðum árangri. Keflavík leikur í Lengjudeild í ár.
Myndband sem hér fylgir er tekið við margar af helstu náttúruperlum Reykjanesbæjar þar sem fyrirliðar liðanna, Anton Freyr Hauks Guðlaugsson og Frans Elvarsson, handsala samninga á miðri Brú milli heimsálfa.