Íþróttir

Þróttarar áfram á Vogaídýfuvelli
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 26. mars 2025 kl. 15:51

Þróttarar áfram á Vogaídýfuvelli

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir Þrótt Vogum enda hefur samstarfið verið gott og farsælt til fjölda ára, öflugur stuðningur sem við öll erum þakklát fyrir hjá félaginu. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar.

Vogabær ehf. er matvælafyrirtæki sem framleiðir sósur og ídýfur fyrir matvörumarkaði og skyndibitastaði. Fyrirtækið var upphaflega stofnað sem verslun árið 1976 í Vogum en árið 1985 hófst framleiðsla á ídýfum og sósum undir nafninu Vogabær. Vogabær ehf. býr yfir áralangri reynslu í sósugerð og er í dag undir Mjólkursamlagi KS.

VF Krossmói
VF Krossmói

Undir merkjum Vogabæjar eru framleiddar sósur, ídýfur og mjólkurvörur fyrir smásölu og stórnotendamarkað. Vogabær var upphaflega stofnað sem verslun árið 1976 í Vogum en árið 1985 hófst framleiðsla á ídýfum og sósum undir nafninu Vogabær. Framleiðsla á vörum Vogabæjar er í dag hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki.

„Ævintýri Vogaídýfunnar hófst í Vogum á sínum tíma, við erum stolt af uppruna hennar, íþróttafélagið í sama sveitarfélagi hefur staðið sig vel í sínu starfi, hér er kraftmikið fólk sem sinnir fórnfúsu starfi og hefur gert það mjög myndarlega. Vogaídýfa og Mjólkursamlag KS óskar Þrótti Vogum velfarnaðar á næstu árum. Áfram Þróttur,“ segir Magnús F. Jónsson, samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi KS.