Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Íþróttir

Leikmenn Suðurnesjaliðanna heiðraðir á lokahófi KKÍ
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var kosinn þjálfari ársins.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 28. mars 2025 kl. 12:45

Leikmenn Suðurnesjaliðanna heiðraðir á lokahófi KKÍ

KKÍ hélt sína árlegu verðlaunahátíð að lokinni deildarkeppninni, í hádeginu í dag en deildarkeppninni lauk í gærkvöldi og framundan er sjálf úrslitakeppnin, sem margir vilja kalla vorboðann ljúfa. Verðlaunaafhendingin fór fram á Fosshóteli og voru þeir leikmenn sem þóttu skara fram úr í úrvalsdeildum og 1. deild karla karla og kvenna heiðraðir. Öll Suðurnesjaliðin áttu fulltrúa.

Bónusdeild kvenna

Brittany Dinkins var kosinn besti erlendi leikmaðurinn.

Í úrvalsliðið völdust þær Thelma Dís Ágústsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir frá Keflavík, og Ísabella Ósk Sigurðardóttir frá Grindavík. Aðrir leikmenn í úrvalsliðinu voru Tinna Guðrún Alexandersdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir, báðar frá Haukum.

VF Krossmói
VF Krossmói

Þessir voru líka heiðraðir:

Prúðasti og besti leikmaðurinn: Þóra Kristín Jónsdóttir

Þjálfari ársins: Emil Barja

Ungi leikmaður ársins: Kolbrún María Ármannsdóttir, Stjörnunni

Varnarmaður ársins: Sara Líf Boama, Valur

Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík.
Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík.
Ísabella Ósk Sigurðardóttir, Grindavík.
Brittany Dinkins, Njarðvík

Bónusdeild karla

Njarðvíkingurinn Veigar Páll Alexandersson var kosinn prúðasti leikmaðurinn og þjálfari Njarðvíkinga, Rúnar Ingi Erlingsson, var kosin þjálfari ársins.

Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson var eini fulltrúi Suðurnesjamann í úrvalsliðinu en hann leikur reyndar með Val. Annars er úrvalsliðið svona skipað;:

Ægir Þór Steinarsson, Stjörnunni

Hilmar Henningsson, Stjörnunni

Þórir G. Þorbjarnarson, KR

Kristinn Pálsson, Valur

Haukur Helgi Pálsson, Álftanes

Veigar Páll Alexandersson, Njarðvík.