Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Íþróttir

Guðjón með tólf rétta og ýtti Birni af stallinum
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 31. mars 2025 kl. 10:43

Guðjón með tólf rétta og ýtti Birni af stallinum

Garðmennirnir Björn Vilhelmsson og Guðjón Guðmundsson áttust við á tippvellinum um helgina og áttu áhorfendur von á eins slag þeirra á milli og þegar þeir æfðu saman með Víði á sínum tíma. Áhorfendur fengu ekki fyrir peninginn sinn það sem þeir áttu von á og ættu í raun að geta farið fram á endurgreiðslu, Guðjón hreinlega rúllaði Birni upp, 9-12!

Þessi árangur Guðjóns er eftirtektarverður, hann bætti einhverjum þúsundköllum inn á bankabókina sína því tólf réttir gáfu tæpar sjö þúsund krónur og eflaust fékk hann einhverjar 11-ur líka. Frábær byrjun fyrirliðans fyrrverandi en hún mun ekki fleyta honum alla leið í tippleik Víkurfrétta ef hann heldur ekki dampi. Björn er hins vegar búinn að koma sér þægilega fyrir í öðru sætinu og er nánast öruggur um að vera inni í fjögurra manna úrslitunum, sem hefjast þegar fjórar umferðir verða eftir af ensku úrvalsdeildinni.

VF Krossmói
VF Krossmói

Svona er staðan í dag:

Joey Drummer 42

Björn Vilhelmsson 36

Brynjar Hólm Sigurðsson 32

Jón Ragnar Magnússon 26