Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Íþróttir

Sigur Suðurnesjaliðanna í fyrstu leikjum úrslitakeppninnar
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 31. mars 2025 kl. 20:03

Sigur Suðurnesjaliðanna í fyrstu leikjum úrslitakeppninnar

Grindavík vann Hauka í Hafnarfirði

Úrslitakeppnin í körfuknattleik, sem sumir vilja kalla vorboðann ljúfa, hófst í kvöld með tveimur leikjum í Bónusdeild kvenna. Keflavík tók á móti Tindastóli og Grindavíkurkonur fóru á Ásvelli og mættu toppliði Hauka. Keflavík endaði í þriðja sæti A-deildar og Tindastóll lenti í fyrsta sæti B-deildar, sem jafngildir að lenda í sjötta sæti. Grindavík tryggði sér þriðja sæti B-deildar og þ.a.l. áttunda sætið, með sigri í síðustu umferð deildarkeppninnar. Keflavík vann Tindastól nokkuð örugglega og eftir framlengdan leik á Ásvöllum vann sigur, 

Keflavík byrjaði sinn leik sterkt og var fljótlega komið í tíu stiga forystu, staðan var 29-19 eftir fyrsta leikhluta. Tindastóll náði að minnka muninn í sex stig en eftir næstu sex stig frá Keflavík auk stolins bolta, tók Israel Martin, þjálfari Tindastóls, leikhlé. Á þessum tíma áttu Stólarnir í mestu vandræðum með að sjá körfuna en Keflavík átti greiða leið hinum megin. Stíflan brast að lokum og norðankonur bjuggu sér til líflínu með fimm stigum í lok hálfleiksins, staðan 46-33 í hálfleik.

VF Krossmói
VF Krossmói

Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) og Jasmine Dickey (11 stig) voru atkvæðamestar í stigaskorinu.

Liðin gengu fyrstu skrefin í seinni hálfleik takt í takt, varnir beggja liða sterkar. Svo kom að því að Keflavík fann fjölina og fljótlega var munurinn kominn upp í tuttugu stig, 64-44 og ljóst að mikið þyrfti að breytast svo útkoma leiksins ætti að breytast.

Tindastóll minnkaði forskotið niður í fimmtán stig í upphafi fjórða leikhluta en lengra komust þær ekki og munurinn fór fljótlega aftur upp í tuttugu stig og Keflavíkurkonur sigldu sigrinum örugglega í höfn, lokatölur 92-63.

Jasmine Dickey er með betri leikmönnum deildarinnar, hún var frábær í kvöld og skilaði 30 stigum og 11 fráköstum, framlag upp á 34 punkta. Engum dilst að Sara Rún Hinriksdóttir er einn besti íslenski leikmaðurinn í dag, hún skilaði 18 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Leikur Hauka og Grindavíkur var hörkuspennandi allan tímann. Haukar leiddu með einu stigi í hálfleik, 45-44. Grindavík virtist vera snúa töpuðum leik í sigur í lok venjulegs leiktíma, Daisha Bradford fékk tvö víti og Grindavík einu stigi undir en hún nýtti bara hið fyrra en Ísabella Ósk Sigurðardóttir náði frákastinu og brotið á henni en bæði vítaskotin geiguðu! Haukar skoruðu fyrstu fjögur stigin í framlengingunni en þá tók Grindavík völdin og höfðu að lokum sigur

Daisha Bradford var stigahæst í liði Grindavíkur, endaði með 26 stig og 11 fráköst. Ísabella Ósk var með 19 stig og 14 fráköst, og Mariana Duran var frábær, var sorlega nálægt þrefaldri þrennu og endaði með 19 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar.

Grindavík varð fyrir áfalli, fyrirliðinn Hulda Björk Ólafsdóttir, fór út af meidd á hné eftir sex mínútna leik. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin en eru á þessari stundu.

Gulli Olsen, nýr ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir.

Jón Halldór Eðvaldsson, annar þjálfara Keflavíkur: Sara Rún Hinriksdóttir og Katla Rún Garðarsdóttir, Keflavík: