Njarðvík tók fyrsta leikinn á móti Stjörnunni
Njarðvík spilaði fyrsta leik sinn í úrslitakeppni Bónusdeildar kvenna í kvöld þegar þær mættu Stjörnunni. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem liðin skiptu fjórðungunum systurlega á milli sín, tók Njarðvík völdin í seinni hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur, 84-75.
Útlendingarnir í liði Njarðvíkur drógu vagninn má segja. Brittany Dinkins var stigahæst með 23 stig, tók auk þess 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Paulina Hersler var með flotta tvennu, 22 stig og 11 fráköst, og Emilie Hesseldal skilaði líka tvennu, 14 stig og 10 fráköst. Atkvæðamest íslensku leikmannanna var Hulda María Agnardóttir, hún skoraði 13 stig og tók 6 fráköst.
Flottur sigur Njarðvíkurkvenna, næsti leikur er í Ásgarði í Garðabæ á laugardag kl. 18.
Njarðvík-Stjarnan 84-75 (29-18, 17-26, 20-15, 18-16)
http://kki.is/widgets_game.asp
Njarðvík: Brittany Dinkins 23/8 fráköst/9 stoðsendingar, Paulina Hersler 22/11 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 14/10 fráköst, Hulda María Agnarsdóttir 13/6 fráköst, Eygló Kristín Óskarsdóttir 5, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 4, Krista Gló Magnúsdóttir 3, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Katrín Ósk Jóhannsdóttir 0, Sara Björk Logadóttir 0, Kristín Björk Guðjónsdóttir 0, Veiga Dís Halldórsdóttir 0.
Stjarnan: Diljá Ögn Lárusdóttir 24/5 fráköst, Ana Clara Paz 19/7 fráköst/5 stoðsendingar, Denia Davis- Stewart 13/16 fráköst, Berglind Katla Hlynsdóttir 8, Fanney María Freysdóttir 7, Elísabet Ólafsdóttir 2, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 2, Sigrún Sól Brjánsdóttir 0, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 0/4 fráköst, Bára Björk Óladóttir 0.