Keflavík tapaði naumlega í fyrsta leiknum í rimmu sinni gegn Tindastóli
Keflvíkingar mættu norður í Skagafjörð í kvöld og mættu Tindastóli í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónusdeildar karla í körfuknattleik. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Keflvíkingar leiddu, 48-52, þurftu þeir að sætta sig við tap, 94-87.
Líklega voru ekki allir Keflvíkingar fullir bjartsýni fyrir þennan leik en leikur liðanna í deildarkeppninni ekki fyrir svo löngu, fór nánast í sögubækurnar, svo stórt var tap Keflvíkinga. Oft er það bara þannig að þegar síst skyldi, rísa alvöru keppnismenn upp á afturlappirnar og sýna hvað í þeim býr! Þrátt fyrir hetjulega baráttu þurftu Keflvíkingar að sætta sig við tap,
Jaka Brodnik var hlutskarpastur Keflvíkinga, endaði með 23 stig og 4 fráköst, Ty-Shon Alexander endaði með 19 stig og 10 stoðsendingar, hann var frábær í fyrri hálfleik en Stólunum tókst að hemja hann betur í seinni hálfleik.
Næsti leikur liðanna er á sunnudag í Reykjanesbæ.