Fjör á fjölskyldumóti í pílu
Sextán pör mættu á tvímenningsmót barna og foreldra í pílu síðasta laugardag og var spilað í þremur aldurshópum, 7-9 ára, 10-12 ára og 13-15 ára. Skemmst er frá því að segja að keppnin var mjög hörð og oft á tíðum var mjög mjótt á munum.
Úrslit urðu eftirfarandi:
13-15 ára: 1. sæti Óskar Hrafn og Hörður pabbi hans, 2. sæti Skarphéðinn og Ingi Þór pabbi hans, 3.-4. sæti Regína og Sandra mamma hennar, Guðni og Freyr pabbi hans.
10-12 ára: 1. sæti Sæmundur og Hleiðar pabbi hans, 2. sæti Hafþór og Halli pabbi hans, 3.-4. sæti Kolfinnur og Ævar pabbi hans, Gauti og Gunnar pabbi hans.
7-9 ára: 1. sæti Elvar og Sölvi pabbi hans, 2. sæti Adrían Leó og Stefán pabbi hans, 3. sæti Unnur og Steinunn mamma hennar.

