Grindavík tapaði í hörkuleik að Hlíðarenda gegn Val
Grindvíkingar voru stutt frá því að taka fyrsta leikinn í rimmu sinni gegn Valsmönnum en liðin mættust að Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn leiddu með tíu stigum í hálfleik, 55-45 og unnum svo nauman sigur, 94-89.
Þessi lið mættust sælla minninga í lokaúrslitunum síðasta vor og þá höfðu Valsmenn sigur í oddaleik. Grindvíkingar minnkuðu muninn hægt og bítandi allan seinni hálfleikinn og voru mjög nálægt því að taka sigurinn, Daniel Mortensen var nálægt því að koma Grindavík tveimur stigum yfir með þristi þegar tuttugu sekúndur lifðu leiks en þessi leikur gengur út á að setja stóru skotin niður.
Deandre Kane og Jeremy Pargo voru stigahæstir Grindvíkinga með 22 stig og Kristófer Breki Gylfason átti frábæran leik, sérstaklega sóknarmegin, hann setti 6/10 þristum sínum niður og endaði með 18 stig.
Liðin mætast í Smáralind í leik tvö á sunnudagskvöld.