Þorsteinn með gullverðlaun á British International open í Taekwondo
Keflvíkingurinn Þorsteinn Helgi Atlason vann til gullverðlauna á British International Open í taekwondo sem haldið í Manchester í Englandi. Á mótinu kepptu um 800 keppendur frá öllum heimshornum og voru tíu Íslendingar á meðal keppenda, þar af fimm frá Keflavík.
Þorsteinn keppti fyrsta bardaga sinn við heimamann og sigraði tvær lotur en sá enski sigraði eina. Til að vinna taekwondo bardaga þarf að sigra tvær lotur af þremur og Þorsteinn stóð sig vel í lotu tvö og þrjú og skilaði það sigri. Í næsta bardaga keppti Þorsteinn við danskan andstæðing sem var mun stærri en Þorsteinn sigraði tvær lotur örugglega og fékk því gullverðlaun í flokknum +78 kg flokki unglinga.

Þorsteinn Helgi með Helga Rafni Guðmundssyni, þjálfara sínum, hampandi verðlaunapeningi.