Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Íþróttir

Shabazz logandi heitur í sigri á Val
Khalil Shabazz átti hreint frábært kvöld fyrir Njarðvík og skilaði 37 stigum í hús, tók sjö fráköst, átti sjö stoðsendingar og skilaði 37 framlagspunktum. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 1. nóvember 2024 kl. 08:22

Shabazz logandi heitur í sigri á Val

Njarðvíkingar unnu sterkan sigur á Íslandsmeisturum Vals í Bónusdeild karla í körfuknattleik í gær en á sama tíma tapaði Grindavík fyrir toppliði Stjörnunnar sem hefur unnið fimm fyrstu leikina sína á tímabilinu.

Njarðvík - Valur 101:94

(27:20, 28:13, 25:28, 21:33)

Veigar Páll Alexandersson opnaði leikinn með þriggja stiga körfu og kom Njarðvíkingum yfir en þeir létu forystuna aldrei frá sér.

Forskotið varð mest 25 stig (75:50) en í seinni hálfleik tóku gestirnir að vinna niður muninn sem endaði í sjö stigum (101:94).

SSS
SSS

Njarðvík: Khalil Shabazz 37/7 fráköst/7 stoðsendingar, Dominykas Milka 26/17 fráköst, Mario Matasovic 11/9 fráköst/3 varin skot, Isaiah Coddon 11/4 fráköst, Veigar Páll Alexandersson 7/5 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 5/4 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 2, Guðmundur Aron Jóhannesson 2, Patrik Joe Brimingham 0, Alexander Smári Hauksson 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Sigurður Magnússon 0.


Stjarnan - Grindavík 104:98

(23:26, 29:22, 32:18, 20:32)
Deandre Kane var stigahæstur Grindvíkinga í gær með 26 stig.

Grindavík hóf leikinn betur og leiddi að loknum fyrsta leikhluta með þremur stigum (23:26). Heimamenn sneru vörn í sókn í öðrum leikhluta og höfðu náð fjögurra stiga forystu í hálfleik (52:48).

Í þriðja leikhluta má segja að Stjörnumenn hafi landað sigrinum en þeir juku forskot sitt úr fjórum stigum í átján stig og höfðu því þægilega forystu fyrir fjórða leikhluta (84:66).

Grindvíkingar gerðu harða atlögu að forystu heimamanna í fjórða leikhluta og náðu muninum niður í fimm stig þegar um tvær mínútur voru til leiksloka (99:94) en nær komust þeir ekki og Stjarnan landaði sex stiga sigri að lokum.

Grindavík: Deandre Donte Kane 26/10 fráköst/5 stoðsendingar, Devon Tomas 19/8 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/8 fráköst, Daniel Mortensen 10/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10, Kristófer Breki Gylfason 8, Jason Tyler Gigliotti 5/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 5, Valur Orri Valsson 1, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.

Blaðamaður Víkurfrétta tók púlsinn á bræðrunum í leikslok, Jóhanni þjálfara og fyrirliðanum Ólafi.