Íþróttir

Silfur í  Macau
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 4. október 2024 kl. 06:15

Silfur í  Macau

Sigurður Guðmundsson næstbesti kylfingur í heimi í sínum flokki

Kylfingurinn Sigurður Guðmundsson úr Suðurnesjabæ keppti á einu sterkasta golfmóti fatlaðra í heiminum í Macau í síðustu viku og náði frábærum árangri þar sem hann hafnaði í öðru sæti í sínum flokki.

Keppendur í mótinu komu víðsvegar að, m.a. frá Finnlandi, Svíþjóð, Ástralíu, Bandaríkjunum, Hong Kong og auðvitað Íslandi. Alls voru fimmtán keppendur í sama flokki og Sigurður en Siggi sló þeim flestum við þegar hann lék hringina tvo á 163 höggum (80 og 83 högg).

Siggi og Víðir Tómasson, þjálfarinn hans, flagga silfurmedalíunni eftir verðlaunaafhendinguna.