Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Snæfell sterkara á síðustu metrunum
Mánudagur 25. janúar 2016 kl. 10:46

Snæfell sterkara á síðustu metrunum

Svipmyndir frá leiknum

Ekki varð Suðurnesjamönnum að ósk sinni um grannaslag í bikarúrslitum kvenna í körfubolta, eftir að Keflvíkingar töpuðu gegn Snæfellskonum á heimavelli sínum í gær. Leikurinn var jafn og spennandi allt þar til á lokasprettinum að gestirnir reyndust sterkari og unnu tíu stiga sigur 64:74.

Haiden Palmer reyndist Keflvíkingum erfið en hún skoraði 31 stig í leiknum. Hjá Keflvíkingum var Melissa Zorning með 21 stig, Emelía Ósk skoraði 13 og Sandra Lind 12 auk þess sem hún tók 15 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)

Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0. 

Ljósmyndasafn frá leiknum má sjá hér 

Fyrrum samherjarnir Sandra Lind og Bryndís Guðmunds háðu baráttu í teignum.

Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 13 stig í leiknum og lék afbragðs vörn.

Guðlaug Björt Júlíusdóttir skoraði 11 stig og tók 6 fráköst. Foreldrar hennar (efst á miðri mynd) fylgjast einbeittir með þegar hún teygir sig eftir boltanum.

Ekkert gefið eftir í fráköstunum. 

Þjálfarar í stúkunni: Margrét Sturlaugsdóttir var mætt í stúkuna til þess að fylgjast með. Hún er þarna í góðum félagsskap ásamt Einari Árna þjálfara Þórs og Fali Harðarssyni eiginmanni og reyndum þjálfara. 

Thelma Dís Ágústsdóttir er ein af fjölmörgum efnilegum leikmönnum Keflavíkurliðsins.

Bryndís Guðmundsdóttir fagnar sigri á gamla heimavellinum. 

 

Myndir: Eyþór Sæmundsson.