Íþróttir

Suðurnesjasigrar í síðustu umferðinni fyrir landsleikjahlé
Keflavík er efst og eina liðið í Subway-deild kvenna sem enn hefur ekki tapað leik á tímabilinu. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 17. nóvember 2022 kl. 09:30

Suðurnesjasigrar í síðustu umferðinni fyrir landsleikjahlé

Öll Suðurnesjaliðin í Subway-deild kvenna í körfuknattleik unnu sína leik í gær en nú verður gert hlé á keppni fram yfir næstu mánaðarmót vegna landsleikja. Keflvíkingar leiða deildina með fullt hús stiga eftir tíu umferðir en Njarðvík er í fjórða sæti með sex sigra og fjögur töp og Grindavík er í því fimmta með fjóra sigra og sex töp.

Haukar - Keflavík 63:68

(16:18, 14:25, 20:14, 13:11)
Daniella Wallen, Karina Konstantinova og Katla Rún Garðarsdóttir voru stigahæstar hjá Keflavík í gær.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 16/13 fráköst, Karina Denislavova Konstantinova 15/10 fráköst/5 stoðsendingar, Katla Rún Garðarsdóttir 11, Anna Lára Vignisdóttir 10/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 9/5 stolnir, Hjördís Lilja Traustadóttir 4, Agnes María Svansdóttir 3/6 fráköst, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Gígja Guðjónsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0.


Breiðablik - Grindavík 65:89

(18:16, 19:24, 17:36, 11:13)
Danielle Rodriguez, þessi magnaði leikmaður heldur áfram að leiða Grindvíkinga í flestum þáttum. Hulda Björk Ólafsdóttir og Elma Dautovic voru með tuttugu stig hvor.

Grindavík: Danielle Victoria Rodriguez 23/5 fráköst/7 stoðsendingar, Hulda Björk Ólafsdóttir 20/4 fráköst, Elma Dautovic 20/9 fráköst, Hekla Eik Nökkvadóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Amanda Akalu Iluabeshan Okodugha 7/12 fráköst, Arna Sif Elíasdóttir 4, Elísabet Birgisdóttir 3, Helga Rut Hallgrímsdóttir 2/4 fráköst, Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir 0, Eva María Valdimarsdóttir 0, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.

Viðreisn
Viðreisn

Njarðvík - Fjölnir 92:67

(24:21, 30:14, 18:16, 20:16)
Aliyah Collier er yfirburðamanneskja í liði Njarðvíkur og erfið viðureignar.

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 30/10 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Raquel De Lima Viegas Laneiro 14/6 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 13/17 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 9, Lovísa Bylgja Sverrisdóttir 9, Lavinia Joao Gomes Da Silva 5/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 5, Krista Gló Magnúsdóttir 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Andrea Dögg Einarsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.