Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þróttur með stórsigur á meðan Reynir féll – Víðismenn í góðri stöðu fyrir lokaátökin
Reynismenn munu leika í þriðju deild á næst ári eftir jafntefli í gær á móti Haukum. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 1. september 2024 kl. 11:10

Þróttur með stórsigur á meðan Reynir féll – Víðismenn í góðri stöðu fyrir lokaátökin

Hafnamenn unnu fyrri undanúrslitaleikinn í fimmtu deild

Línur eru teknar að skýrast í flestur deildum á lokametrum Íslandsmótsins í knattspyrnu en það er ljóst að Suðurnesjaliðin Reynir og RB eru bæði fallin. Toppbaráttan er hins vegar hörð hjá nokkrum liðum. Staða karlaliðs Keflavíkur batnaði í gær þegar Fjölnismenn töpuðu óvænt fyrir Gróttu og Keflavík því einu stigi á eftir toppliði ÍBV þegar tvær umferðir eru óleiknar.

Þróttarar eru harðákveðnir í að blanda sér í baráttuna um sæti í Lengjudeildinni að ári en þeir geta stigið stórt skref í þá átt um næstu helgi þegar þeir mæta Völsungi. Einu stigi munar á liðunum sem eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í þriðju deild eru Víðismenn í góðri stöðu og sitja í öðru sæti eftir sigur á Sindra.

RB hefur ekki átt erindi sem erfiði í fjórðu deildina í sumar og er fallið.

Hafnir gætu tryggt sér sæti í fjórðu deild að ári en Hafnamenn unnu fyrri undanúrslitaviðureignina gegn Mídas í gær.

Jóhann Þór Arnarsson fagnar marki sínu í gær. Myndir úr leik Þróttar og KF: Helgi Þór Gunnarsson

Þróttur - KF 5:0

Það var mikið um að vera hjá knattspyrnufólki í gær en í annarri deild unnu Þróttarar stórsigur á KF og eru í þriðja sæti, einu stigi á eftir Völsungi en þessi tvö lið mætast á Húsavík um næstu helgi.

Mörk: Haukur Darri Pálsson (8' og 90'+1), Haukur Darri Pálsson (14'), Guðni Sigþórsson (19') og Jóhann Þór Arnarsson (28').

Fleiri myndir Helga Þórs eru í myndasafni neðst á síðunni.

 Leonard Adam Zmarzlik í dauðafæri en skot hans hafnaði í þverslánni. VF/JPK

Reynir - Haukar 0:0

Þrátt fyrir ágætis færi var ekkert mark skorað og Reynismenn eru því fallnir og koma til með að leika í þriðju deild að ári.

Sindri - Víðir 0:2

Víðismenn gerðu góða ferð til Hafnar í gær og lönduðu mikilvægum sigri sem heldur þeim í öðru sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Á sama tíma töpuðu helstu keppinautar þeirra, Árbær, stigum þegar þeir gerðu jafntefli við Augnablik en Árbær og Víðir voru jöfn að stigum fyrir umferðina.

Mörk: Paolo Gratton (56') og Haraldur Smári Ingason (61').

Skallagrímur - RB 5:2

RB leiddi 2:1 í hálfleik en leikur þeirra hrundi í seinni hálfleik og heimamenn skoruðu fjögur mörk.

Mörk RB: Makhtar Sangue Diop (366') og Paul Kampely Sylva (45'+.).

Hafnamenn eiga góðan hóp stuðningsmanna. VF/JPK

Hafnir - Mídas 3:0

Hafnamenn unnu góðan sigur á Mídas í miklum baráttuleik í undanúrslitum fimmtu deidar karla í gær. Hafnir og Mídas mætast í seinni leiknum næstkomandi laugardag og eiga því ágætis veganesti fyrir þann leik.

Mörk: Jökull Máni Jakobsson (13') og Max William Leitch (53' og 78').

Sigurbergur Bjarnason, spilandi þjálfari Hafna.

Hart tekist á.

Þróttur - KF (5:0) | 2. deild karla laugardaginn 31. ágúst 2024 (Myndir: Helgi Þór Gunnarsson)