Samkaup
Samkaup

Mannlíf

„Maturinn á Glóðinni er sá besti“
Miðvikudagur 27. janúar 2021 kl. 12:21

„Maturinn á Glóðinni er sá besti“

– sögðu áhafnarmeðlimirnir á geimskutlunni Enterprise sem lenti í Keflavík 1983

„The food at the Glóðin is the best,“ Shuttle747 Crew. Þessa setningu má sjá á áritaðri mynd sem áhöfnin á geimskutlunni Enterprise afhenti Axel Jónssyni eiganda Glóðarinnar, sem flest allir Suðurnesjamenn þekkja nú orðið af eigin raun.

„Þeir voru mjög ánægðir, sögðust vera búnir að fara á 30 staði í heiminum en þetta væri sá besti matur sem þeir hefðu fengið,“ sagði Axel.

Hvað þeir fengu sér?

„Blandaða sjávarrétti.  Það vissi enginn í afgreiðslunni hverjir þessir menn voru,  var ekki fyrr en þeir réttu mér myndina að það kom í ljós.“

Glóðin er nú búin að vera opin í rétt rúma 2 mánuði og að sögn Axels hefur reksturinn gengið ágætlega og  sýnt sig að  hefur verið þörf fyrir svona stað hér á Suðurnesjum. Með haustinu stendur til að opna á efri hæð Glóðarinnar sal undir veislur og fundi. - pket.

Víkurfréttir • Fimmtudagur 23. júní 1983.

vf.is birtir efni af síðum Víkurfrétta sem fögnuðu nýlega 40 ára útgáfuafmæli.