Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Mannlíf

Friðþór segir frá stríðsárum á Suðurnesjum í sagnastund á Garðskaga
Breskir hermenn í vélbyssuhreiðri á Garðskaga.
Fimmtudagur 15. febrúar 2024 kl. 08:57

Friðþór segir frá stríðsárum á Suðurnesjum í sagnastund á Garðskaga

Sagnastund verður haldin á Garðskaga laugardaginn 17. febrúar kl. 15:00. Friðþór Eydal hefur skrifað bækur um umsvif erlendra herja á Íslandi á stríðsárunum og í kalda stríðinu. Hann stendur fremstur manna í að segja frá einstökum atburðum um uppbyggingu mannvirkja og setja fram nákvæmar frásagnir um fjölda atburða. Bækur hans eru einstakar heimildir, nákvæmar, skýrar og fræðandi. Friðþór hefur safnað og sett fram atburðalýsingar og um uppbyggingu og notkun mannvirkja sem ella hefðu getað glatast.

Friðþór Eydal.

Friðþór kemur á Garðskaga og segir frá ýmsu sem tengist Garðskaga og Suðurnesjum. Bók Friðþórs um Keflavíkurflugvöll verður til sölu á staðnum.

SSS
SSS

Allir velkomnir á Garðskaga, ekki aðgangsgjald, veitingahúsið verður opið og þar eru léttar veitingar í boði.

Áhugamenn um sagnastund á Garðskaga.